LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ NÝJAST 07:00

Nćsta brekka reynst of brött fyrir Lars Lagerbäck

SPORT

Kolbeinn Sigţórs: Vona ađ Lars haldi áfram međ liđiđ

 
Fótbolti
07:30 14. JANÚAR 2016
Kolbeinn Sigţórsson fagnar sćti á EM.
Kolbeinn Sigţórsson fagnar sćti á EM. VÍSIR/VILHELM

Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er eins og flestir Íslendingar spenntur fyrir EM í Frakklandi en þar mun hann að öllu óbreyttu leika stórt hlutverk í sóknarleik Íslands. Kolbeini líst vel á riðilinn sem Ísland fékk en þar munu strákarnir mæta Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki.

„Við eigum möguleika á að gera góða hluti í þessum riðli. Hann er kannski ekki sá mest spennandi fyrir hinn hlutlausa áhugamann sem fylgist með mótinu en þetta er gott tækifæri fyrir okkur. Við þurfum þó að spila vel í hverjum leik til að ná árangri og við ættum að gera það ef okkur tekst að spila eins og við gerðum í undankeppninni.“

Samningur Lars Lagerbäck við KSÍ rennur út eftir EM í sumar og er þá áætlað að Heimir Hallgrímsson taki einn við liðinu. En viðræður hafa átt sér stað á milli Lagerbäck og KSÍ um að hann taki eina undankeppni í viðbót.

„Ég vona að hann haldi áfram. Það hefur gengið mjög vel með þá tvo og samstarf hans og Heimis er frábært. Þeir ná mjög vel saman. Ef Lars hefur áhuga á að halda áfram þá væru það góð tíðindi en ef hann ákveður að hætta þá er ég handviss um að Heimir sé klár í að taka við landsliðinu.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Kolbeinn Sigţórs: Vona ađ Lars haldi áfram međ liđiđ
Fara efst