Sport

Kolbeinn Höður með sitt annað Íslandsmet á Stórmóti ÍR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Höður Gunnarsson í hlaupinu í dag.
Kolbeinn Höður Gunnarsson í hlaupinu í dag. Vísir/Vilhelm
Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA setti tvö Íslandsmet á Stórmóti ÍR um helgina en hann bætti metið í 400 metra hlaupi í dag eftir að hafa bætt metið í 200 metra hlaupi í gær.

Kolbeinn Höður kom í mark á 47,59 sekúndum en gamla metið átti Oddur Sigurðsson sem hljóp á 47,64 sekúndum fyrir tæpum tuttugu árum.

Kolbeinn Höður hafði best áður hlaupið á 48,03 sekúndum og fór því undir 48 sekúndunar í fyrsta sinn en hann gerði miklu betur en það.

Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR varð annar á 48,03 sekúndum og náði sínu besta hlaupi á árinu. FH-ingurinn Kormákur Ari Hafliðason varð síðan þriðji á 49,60 sekúndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×