Fótbolti

Kolbeinn genginn í raðir Galatasary

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn á flugvellinum í Istanbúl.
Kolbeinn á flugvellinum í Istanbúl. vísir/getty
Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er genginn í raðir tyrkneska stórliðsins Galatasary frá Nantes í Frakklandi.

Kolbeinn birti mynd af sér með Galatasary-treyju með númerinu 77 á Instagram nú rétt í þessu.

Kolbeinn, sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, kemur til Galatasary á eins árs lánssamningi frá Nantes.

Kolbeinn gekk í raðir franska liðsins frá Ajax í fyrra en fann sig ekki á síðasta tímabili og skoraði aðeins þrjú mörk í 26 deildarleikjum.

Galatasary er sögufrægt félag og það sigursælasta í Tyrklandi. Liðið olli þó miklum vonbrigðum á síðasta tímabili þegar það endaði í 6. sæti tyrknesku deildarinnar.

Galatasary er búið að vinna báða leiki sína í tyrknesku deildinni til þessa. Næsti leikur liðsins er gegn Kayserispor 10. september næstkomandi.

Meðal þekktra leikmanna Galatasary í dag má nefna Hollendinginn Wesley Sneijder og Þjóðverjann Lukas Podolski. Þá eru nokkrir tyrkneskir landsliðsmenn í liðinu.

Proud to have joined this amazing club!@galatasaray

A photo posted by kolbeinnsigþórsson (@kolbeinnsigthorsson) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×