Fótbolti

Kolbeinn: Ekki möguleiki að segja nei við Galatasary

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn skoraði tvö mörk á EM í Frakklandi.
Kolbeinn skoraði tvö mörk á EM í Frakklandi. vísir/getty
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Kolbeinn Sigþórsson genginn í raðir tyrkneska stórliðsins Galatasary á láni frá Nantes.

„Ég er mjög ánægður. Galatasary er stórt og sögufrægt félag. Ég er glaður að vera kominn hingað,“ er haft eftir Kolbeini á Twitter-síðu Galatasary.

Landsliðsframherjinn segir að það hafi verið auðveld ákvörðun að fara til Galatasary.

„Þegar tilboðið kom frá Galatasary var ekki möguleiki að segja nei. Ég er mjög spenntur. Ég hlakka til að hitta samherjana, starfliðið og síðast en ekki síst stuðningsmennina.“

Kolbeinn kemur til Galatasary á eins árs lánssamningi frá Nantes sem hann lék með á síðasta tímabili.

Kolbeinn gæti leikið sinn fyrsta leik með Galatasary þegar liðið mætir Kayserispor á útivelli 10. september næstkomandi.

Kolbeinn er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem mætir Úkraínu 5. september í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×