Enski boltinn

Kokkurinn Pep Guardiola ekki með hráefnið sem hann þarf spila sinn fótbolta

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pep Guardiola horfði upp á sína menn tapa 4-0 um helgina.
Pep Guardiola horfði upp á sína menn tapa 4-0 um helgina. vísir/getty
Manchester City er búið að tapa tveimur af þremur síðustu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en liðið fékk 4-0 skell á móti Everton í gær. Það er ekki lengur í Meistaradeildarsæti heldur í því fimmta með 42 stig, tveimur stigum á eftir Arsenal.

Þetta gengi liðsins er ekki Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City, að kenna heldur leikmönnunum. Guardiola er ekki með leikmennina sem hann þarf til að spila sitt kerfi og sinn bolta. Þetta segir Guillem Balague, blaðamaður og sparkspekingur sem skrifaði ævisögu Pep Guardiola.

„Þegar þú ferð úr því að vinna 5-0 á móti West Ham í það að tapa 4-0 fyrir Everton er það fyrsta sem maður hugsar að þetta lítur ekki út eins og Guardiola-lið,“ segir Balague í viðtali á Sky Sports, en Guardiola lenti sjaldan í basli þegar hann stýrði Barcelona og Bayern München.

„Næsta spurning er: Getur hann lagað þetta og komið liðinu á réttan stað þannig það líti út eins og Pep Guardiola-lið? Það gæti orðið erfitt.“

Margir sparkfræðingar vilja meina að Guardiola sé einfaldlega að upplifa hversu erfið enska úrvalsdeildin er. Það er lítið um gefins sigra í henni. Balague telur það hluta ástæðunnar en þó ekki það sem skiptir máli.

„Kokkur getur ekki eldað besta matinn án rétta hráefnisins og hann er bara ekki með leikmennina til að gera það sem hann vill. Félagið verður að taka ábyrgð á því og kaupa betri leikmenn í sumar. Það má ekki missa af leikmönnum eins og það gerði þegar það keypti ekki Aymeric Laporte,“ segir Guillem Balague.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×