Viðskipti innlent

Kokkurinn á Tjöruhúsinu sakaður um skattsvik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða á morgun.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða á morgun. Vísir/Rósa
Sérstakur saksóknari hefur höfðað mál á hendur Magnúsi Haukssyni, kokki á veitingastaðnum Tjöruhúsinu á Ísafirði, fyrir meiriháttar brot á skatta- og bókhaldslögum. Magnúsi er gefið að sök að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né virðisaukaskattsskýrslum á árunum 2006 til 2011.

Er talið að með því hafi rúmlega 19,5 milljónum króna verið skotið undan skatti að því er fram kemur í árkæru sem Vísir hefur undir höndum. Þá er Magnúsi einnig gefið að sök að hafa ekki haldið lögboðað bókhald og varðveitt fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn vegna atvinnustarfsemi sinnar.

Uppfært klukkan 13:45

Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ákæra sérstaks saksóknara tengd innsiglun á veitingastaðnum Tjöruhúsinu í ágúst 2013. Magnús Hauksson hafði samband við fréttastofu og áréttaðiað málin tengdust á engan hátt. Ákæra sérstaks saksóknara sneri alfarið að honum en tengdist Tjöruhúsinu ekki á annan hátt en hann starfaði þar sem kokkur. Eru eigendur Tjöruhússins beðnir afsökunar á að hafa verið bendlaðir við málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×