Innlent

Kokkalandsliðið vekur athygli

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Kokkalandsliðið keppir í tveimur greinum í heimsmeistaramótinu.
Kokkalandsliðið keppir í tveimur greinum í heimsmeistaramótinu. Mynd/Aðsend
Íslenska kokkalandsliðið sýnir yfir þrjátíu rétti í heimsmeistarakeppninni í matreiðslu í Lúxemborg, sem fram fer þessa dagana.

Keppnin í kalda borðinu er hafin en liðið hefur síðustu tvo sólarhringa verið að undirbúa alla réttina á kalda borðið sem nú hefur verið stillt upp í keppnishöllinni í Lúxemborg. Á borðinu eru yfir 30 réttir ásamt sykurskreytingarverki.

Kokkalandsliðið keppir í tveimur greinum í heimsmeistaramótinu.

Í fyrri keppnisgreininni fékk liðið gullverðlaun fyrir heita rétti. Úrslit í keppninni allri ráðast á fimmtudaginn þegar öll 56 löndin hafa keppt í ýmsum greinum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×