Innlent

Kokkalandsliðið hlaut gull silfur og brons á Ólympíuleikunum í matreiðslu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Kokkalandsliðið í undirbúningsvinnu fyrir heita borðið.
Kokkalandsliðið í undirbúningsvinnu fyrir heita borðið. Vísir/Ernir

Kokkalandsliðið hlaut ein gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fóru í Þýskalandi á dögunum. Singapore var sigurvegari leikanna í samanlögðum stigum, Finnland í öðru sæti og Sviss í því þriðja.



Á leikunum var keppt í ýmsum greinum og lenti lið Íslands í þriðja sæti í eftirréttum, eða „Culinary Pastry Art.“



Liðið vann silfurverðlaun fyrir heian mat á leikunum eftir keppni í gærkvöldi. Þá höfðu liðsmenn sex klukkustundir til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómara og 110 gesti.



Samkvæmt tilkynningu frá kokkalandsliðinu hlaut liðið gull og silfur fyrir kalda borðið sitt á leikunum.



„Við erum mjög ánægð með þennan árangur. Liðið stóð sig vel í keppninni í gær og silfurverðlaunin staðfesta að við erum með mjög sterkt og vel æft lið sem vinnur vel saman. Við höfum lagt áherslu á að nota hágæða íslenskt hráefni. Þetta hefur fallið vel í kramið hjá dómurunum. Í dómgæslunni er ekki bara bragð, útlit, samsetning og hráefnisval metið heldur er einnig tekið mið af fagmennsku við undirbúning og hvernig liðið vinnur saman að matargerðinni í keppniseldhúsinu. Í þeim þáttum stóð liðið sig einnig vel,” segir Þráinn Freyr Vigfússon, þjálfari liðsins.



Kokkalandsliðið skipa: Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Bjarni Siguróli Jakobsson fyrirliði, Björn Bragi Bragason, Steinn Óskar Sigurðsson liðsstjóri, Jóhannes Steinn Jóhannsesson liðsstjóri, Fannar Vernharðsson, Ylfa Helgadóttir, Hafsteinn Ólafsson, Axel Clausen, Garðar Kári Garðarsson, Hrafnkell Sigríðarson, Atli Þór Erlendsson, Sigurður Ágústsson, Georg Arnar Halldórsson og María Shramko.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×