Erlent

Kókaín sent til matvöruverslana fyrir mistök – aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Pakinginum af kókaíni hafði verið komið fyrir meðal banana í sendingu frá Kólumbíu.
Pakinginum af kókaíni hafði verið komið fyrir meðal banana í sendingu frá Kólumbíu. Vísir/EPA
Starfsmenn Aldi matvöruverslana í Þýskalandi fundu gífurlegt magn kókaíns í bananasendingum til þrettán verslana. Verðmæti eiturlyfjanna er talið vera meira en ellefu milljónir punda, eða um 2,2 milljarðar króna.

Þetta er í annað sinn sem stór sending að kókaíni finnst í bananasendingum frá Kólumbíu til Aldi sem virðist hafa verið sent þangað fyrir slysni. Í janúar fannst kókaín fyrir rúman milljarð meðal banananna.

Á vef BBC segir að algengt sé að eiturlyfjum sé smyglað í matarsendingum, en lögreglan segir það líklega hafa verið slys að kókaínið hafi endað í verslununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×