KˇkaÝn Ý golfkylfum: ═slenska konan lßtin laus gegn tryggingu

 
Innlent
18:15 22. FEBR┌AR 2016
Lei­ kvennanna frß ReykjavÝk og til Cancun me­ millilendingu Ý Toronto. ŮŠr fˇru ■ˇ a­eins me­ golfsettin utan og fl˙­u heim ßn ■eirra.
Lei­ kvennanna frß ReykjavÝk og til Cancun me­ millilendingu Ý Toronto. ŮŠr fˇru ■ˇ a­eins me­ golfsettin utan og fl˙­u heim ßn ■eirra. V═SIR

Rúmlega fertug íslensk kona hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi í Toronto í Kanada gegn tryggingu. Hún má þó ekki yfirgefa Kanada á meðan mál hennar er til meðferðar. Þetta staðfestir fjölmiðlafulltrúi hjá konunglegu kanadísku riddaralögreglunni í samtali við Vísi. Tryggingaféð nemur 25 þúsund Kanadadölum sem samsvarar um 2,3 milljónum íslenskum krónum.

Konan hefur verið ákærð fyrir innflutning á ólöglegum fíkniefnum til Kanada en 974 grömm af kókaíni fundust í golfsetti sem hún hafði sótt til Toronto og hugðist flytja til Íslands.

Konan kom fyrir dómara á föstudaginn en samkvæmt fjölmiðlafulltrúanum hefur hún enn ekki tekið afstöðu til ákærunnar.


Golfsettin fj÷gur Ý Leifsst÷­ ß­ur en konurnar fjˇrar hÚldu Ý Švintřrafer­ til Cancun.
Golfsettin fj÷gur Ý Leifsst÷­ ß­ur en konurnar fjˇrar hÚldu Ý Švintřrafer­ til Cancun.

Óvænt frí og enn óvæntara golfsett
Vísir greindi frá málinu þann 12. febrúar en það er hið undarlegasta. Konan tilkynnti þremur vinkonum sínum í nóvember í fyrra að hún hefði unnið skemmtiferð til Cancun í Mexíkó í ónefndum leik og bauð þeim með. Í flugstöð Leifs Eiríkssonar fengu konurnar hvert sitt golfsettið til að taka með og sagði hún kunningjakonum sínum að planið væri að spila golf í sólinni í Mexíkó. Engin kvennanna mun vera kylfingur.

Konurnar fjórar millilentu í Toronto áður en til Mexíkó var komið. Þar fór konurnar þrjár að gruna að ekki væri allt með felldu eftir að golfsettin voru skilin eftir í móttökunni og þangað mætti íslenskur maður sem sýndi settunum áhuga. Sá á meðal annars sex ára dóm að baki fyrir fíkniefnainnflutning.

Óttaslegnar konurnar héldu heim fyrr en ætlað var og fór konan með vinkonum sínum. Í Toronto stungu þær vinkonuna af sem kom til Íslands með flugi á eftir hinum þremur.


FrÝ skemmtireisa til Cancun breyttist Ý martra­arkennda skelfingu, ■egar konurnar voru or­nar sannfŠr­ar um a­ nota Štti ■Šr sem bur­ardřr.
FrÝ skemmtireisa til Cancun breyttist Ý martra­arkennda skelfingu, ■egar konurnar voru or­nar sannfŠr­ar um a­ nota Štti ■Šr sem bur­ardřr. V═SIR

Kemur fyrir dómara 18. mars
Nokkrum vikum síðar fékk konan ábendingu um að póstsending til hennar hefði verið stöðvuð í Toronto. Um var að ræða golfsett. Hún þyrfti að koma utan til að ná í golfsettið.

Eftir að hafa veitt settinu viðtöku var hún handtekin á leið sinni í flug áleiðis aftur til Íslands. Um svipað leyti fann lögregla aðra póstsendingu á nafni konunnar og var aftur um að ræða golfsett.

Tæplega kíló af kókaíni fundust og hefur konan setið í gæsluvarðhaldi í Toronto frá 18. desember og þangað til á föstudaginn. Hún mun næst koma fyrir dómara þann 18. mars.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Innlent / KˇkaÝn Ý golfkylfum: ═slenska konan lßtin laus gegn tryggingu
Fara efst