Köfunarslysiđ í Silfru: Kínverska konan enn mjög ţungt haldin

 
Innlent
11:14 27. JANÚAR 2016
Lögreglan á Selfossi var kölluđ út um hádegisbiliđ í gćr vegna slyssins.
Lögreglan á Selfossi var kölluđ út um hádegisbiliđ í gćr vegna slyssins. VÍSIR/PJETUR

Konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru í gær er áfram mjög þungt haldin. Hún liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.

Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra spítalans, í samtali við Vísi.

Grímur Hergeirsson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurlandi, staðfestir að um kínverska konu á þrítugsaldri sé að ræða.

Hann segir málið vera í rannsókn og að verið sé að ræða við vitni. Fyrst og fremst sé um erlenda ferðamenn að ræða og því þurfi aðstoð túlka.

Lögreglan á Selfossi var kölluð út um hádegisbilið í gær vegna slyssins og var konan sótt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og flutt á Reykjavíkurflugvöll. Þaðan var konunni ekið á Landspítalann við Hringbraut.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Köfunarslysiđ í Silfru: Kínverska konan enn mjög ţungt haldin
Fara efst