SUNNUDAGUR 11. DESEMBER NÝJAST 23:50

ISIS-liđar sagđir hafa náđ Palmyra aftur á sitt vald

FRÉTTIR

Köfunarslysiđ í Silfru: Kínverska konan enn mjög ţungt haldin

 
Innlent
11:14 27. JANÚAR 2016
Lögreglan á Selfossi var kölluđ út um hádegisbiliđ í gćr vegna slyssins.
Lögreglan á Selfossi var kölluđ út um hádegisbiliđ í gćr vegna slyssins. VÍSIR/PJETUR

Konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru í gær er áfram mjög þungt haldin. Hún liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.

Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra spítalans, í samtali við Vísi.

Grímur Hergeirsson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurlandi, staðfestir að um kínverska konu á þrítugsaldri sé að ræða.

Hann segir málið vera í rannsókn og að verið sé að ræða við vitni. Fyrst og fremst sé um erlenda ferðamenn að ræða og því þurfi aðstoð túlka.

Lögreglan á Selfossi var kölluð út um hádegisbilið í gær vegna slyssins og var konan sótt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og flutt á Reykjavíkurflugvöll. Þaðan var konunni ekið á Landspítalann við Hringbraut.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Köfunarslysiđ í Silfru: Kínverska konan enn mjög ţungt haldin
Fara efst