Lífið

Koffínhlaðið hnetusmjör á markað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þreyttir með kaffióþol hljóta að fagna þessum fregnum.
Þreyttir með kaffióþol hljóta að fagna þessum fregnum. Vísir/Getty
Bandaríski matvælaframleiðandinn Steem hefur sett á markað hnetusmjör sem inniheldur töluvert meira af koffíni en finna má í espresso-bolla, latté-bolla eða orkudrykk.

Á vefsíðu Steem segir að venjulegur skammtur af hnetusmjörinu, um tvær matskeiðar, innihaldi jafnmikið koffín og tveir bollar af kaffi. Vefsíðan VOX tók saman lista yfir hversu mikið koffín má finna í ýmsum vörum og þar má sjá að að koffínhlaðna hnetusmjörið skorar ansi hátt með 170 mg af koffín í hverjum skammti.

Þeir sem þurfa bráðnauðsynlega á orkuskoti halda en þola ekki bragðið af kaffi ættu því að fagna því ekkert kaffibragð er af hnetusmjörinu sem bragðast alveg eins og venjulegt hnetusmjör.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×