Enski boltinn

Koeman: Þeir sýndu mér enga virðingu | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ronald Koeman var svekktur eftir tapið.
Ronald Koeman var svekktur eftir tapið. vísir/getty
Það gengur hvorki né rekur hjá Southampton þessa dagana, en liðið er búið að tapa fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni og féll úr leik í deildabikarnum í gærkvöldi.

Dýrlingarnir töpuðu, 1-0, gegn C-deildarliðinu Sheffield United í gær sem var fimmta tap liðsins í röð í öllum keppnum, en það hefur aðeins gert eitt jafntefli síðustu sex leikjum.

Eftir leikinn neitaði Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton, að taka í höndina á Nigel Clough, stjóra Sheffield.

„Á  95 mínútum sýndu þeir mér enga virðingu, bekknum hjá Southampton enga virðingu og fjórða dómaranum enga virðingu,“ sagði Koeman við Sky Sports eftir leikinn.

„Ég þurfti að sýna hvað mér fannst. Ef þjálfarar og leikmenn láta svona hef ég áhyggjur af framtíðinni. Ég vil samt ekki fara nánar út í þetta.“

„Engin virðing er engin virðing. Það er að nota orð sem ég nota ekki. Það inniheldur fjóra stafi,“ sagði Koeman.

Nigel Clough kom af fjöllum þegar fréttamaður Sky Sports sagði Koeman hafa sagt Sheffield-menn vera dóna.

„Við blótuðum ekkert þannig við vitum ekki hvað málið er. Ég setti hendina út en hann tók ekki í hendina á mér. Ég veit ekki hvað hann á við. Mesta óvirðingin er að taka ekki í hönd hins þjálfarans, sérstaklega þegar þú tapar,“ sagði Nigel Clough.

Viðtölin við þjálfarana má sjá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×