Enski boltinn

Koeman: Arsenal og Man City eru úr leik í titilbaráttunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Koeman hefur gert frábæra hluti á Maríuvöllum.
Koeman hefur gert frábæra hluti á Maríuvöllum. vísir/getty
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton, segir að Arsenal og Manchester City séu úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn.

„Eftir þessi úrslit verður þetta barátta á milli Tottenham og Leicester,“ sagði Koeman og vísaði þar til 1-0 sigurs Leicester á Newcastle United í gær.

Með sigrinum endurheimti Leicester fimm stiga forskot á Tottenham en bæði lið eiga átta leiki eftir. Arsenal er í 3. sæti með 52 stig og City í því fjórða með 51 stig en liðin eru því 11 og 12 stigum á eftir Leicester. Bæði eiga þau þó leik til góða.

Sjá einnig: Ranieri: Arsenal og Man City geta ennþá unnið titilinn

„Leicester er 11 stigum á undan Arsenal og 12 á undan Manchester City, þau eru bæði úr leik,“ sagði Koeman og bætti því við að sigurinn á Newcastle komi Leicester í kjörstöðu í titilbaráttunni.

„Fyrir leikinn var [Claudio] Ranieri enn að tala um Evrópudeildina en eftir sigurinn í gær eru þeir komnir í Meistaradeildina. Núna snýst þetta um að vinna titilinn og í því liggur munurinn.“

Sjá einnig: 70 prósent líkur á því að Leicester vinni Englandsmeistaratitilinn

Koeman og félagar sitja í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig og eiga enn ágætis möguleika á að ná Evrópusæti.

Gengi Southampton hefur verið sérlega gott á þessu ári en aðeins tvö lið (Leicester og Tottenham) hafa fengið fleiri stig í úrvalsdeildinni á árinu 2016.


Tengdar fréttir

Harry Kane búinn að ná Jamie Vardy

Harry Kane skoraði bæði mörk Tottenham í 2-0 sigri á Aston Villa í gær og er þar með búinn að ná landa sínum Jamie Vardy í toppsæti listans yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×