Fótbolti

Kobe Bryant kom HM-hetjunni Carlo Lloyd til varnar

T'omas Þór Þórðarson skrifar
Kobe Bryant vill ekki sjá svona tal um Carli Llyod.
Kobe Bryant vill ekki sjá svona tal um Carli Llyod. vísir/getty
Carli Lloyd, leikmaður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, var kjörinn besti leikmaður HM 2015 sem Bandaríkin unnu.

Hún tók sig einnig til og skoraði þrennu á 16 mínútum í úrslitaleiknum gegn Japan, en þriðja markið skoraði hún frá miðju.

Eins og gerist og gengur með bandaríska íþróttamenn sem vinna stór verðlaun hefur Lloyd þurft að fara í alla spjallþætti sem til eru vestan hafs en á sama tíma að reyna að æfa og keppa með liði sínu Houston Dash í NWSL-deildinni.

Einn Twitter-notandi tók sig til og spurði almennt hvernig Lloyd færi að því að æfa og spila með Houston en fara samt í alla þessa spjallþætti.

Hún svaraði því mjög kurteislega en annar var ekki jafn ánægður með bandarísku stjörnuna og sagði að hún hefði ekki áhuga á að vera fótboltakona lengur eftir að hún varð fræg.

Lloyd svaraði því tísti líka og sagði viðkomandi að hann hefði 100 prósent rangt fyrir sér.

Þá skaraðist sjálfur Kobe Bryant í leikinn og sagði að Lloyd ætti svo sannarlega ekki að hafa áhuga á tveimur tístum og meinti þá þessi tvö.

Samskiptin má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×