Fótbolti

Knattspyrnukonurnar stóðu við stóru orðin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Abby Wambach.
Abby Wambach. Vísir/Getty
Bandaríska knattspyrnugoðsögnin Abby Wambach og hópur sem inniheldur nokkrar af bestu knattspyrnukonum heims hafa nú staðið við hótanir sínar og höfðað mál gegn FIFA og kanadíska knattspyrnusambandinu vegna þess að HM kvenna í fótbolta næsta sumar á að fara fram á gervigrasvöllum.

Knattspyrnukonurnar sækja málið fyrir Mannréttindadómstóll Ontario í Toronto en þær vísa til að þess að það að láta konurnar spila á gervigrasi brjóti gegn ákvæðum um jafnfrétti kynjanna í kanadískum lögum.

Knattspyrnukonurnar segja að karlarnir hafi alltaf spilað á náttúrulegu grasi og það sé ekkert að fara að breytast. Þær halda því líka fram að meiðslahættan sé mun meiri á gervigrasinu og boltinn hegði sér allt öðruvísi en á venjulegu grasi.

Meðal þeirra sem taka þátt í málsókninni með Abby Wambach eru Alex Morgan frá Bandaríkjunum, Nadine Angerer frá Þýskalandi, Fabiana Da Silva Simoes frá Brasilíu og Veronica Boquete frá Spáni.

FIFA hefur ráðið hlutlausan sérfræðing til þess að fara yfir gervigrasvellina sex og er hann að skoða aðstæður þessa dagana ásamt fulltrúa FIFA. FIFA hefur ennfremur komið fram og gefið það út að það sé ekkert plan B og að Heimsmeistarakeppnin næsta sumar muni fara fram á gervigrasi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×