Enski boltinn

Klúður hjá Liverpool gegn Sunderland | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Defoe fagnar jöfnunarmarki sínu.
Defoe fagnar jöfnunarmarki sínu. Vísir/Getty
Liverpool fór illa að ráði sínu þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Sunderland á Anfield Road í dag.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Jürgen Klopp gat ekki stýrt Liverpool í dag vegna botnlangabólgu. Hans menn glutruðu niður tveggja marka forystu á síðustu átta mínútum leiksins og þurftu því að sjá á eftir tveimur stigum.

Roberto Firmino kom Liverpool yfir eftir klukkutíma leik með skalla eftir frábæra fyrirgjöf James Milner. Þetta var fimmta mark Brasilíumannsins á árinu 2016 en hann hefur verið sjóðheitur að undanförnu.

Firmino var ekki hættur því hann lagði upp seinna mark Liverpool fyrir Adam Lallana á 70. mínútu.

Heimamenn virtust ætla að sigla sigrinum örugglega í höfn en Adam Johnsen hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu á 82. mínútu. Skotið var gott en Simon Mignolet hefði líklega átt að gera betur í marki Liverpool.

Það var svo Jermain Defoe sem tryggði Sunderland stig með fallegu marki mínútu fyrir leikslok.

Liverpool er í 8. sæti deildarinnar með 35 stig en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum.

Sunderland er enn í 19. og næstneðsta sæti deildarinnar, nú með 20 stig.

Liverpool 1-0 Sunderland Liverpool 2-0 Sunderland Liverpool 2-1 Sunderland Liverpool 2-2 Sunderland



Fleiri fréttir

Sjá meira


×