FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 08:17

Gríđarmiklar sprengingar í vopnageymslu í austurhluta Úkraínu

FRÉTTIR

Klúđur hjá Liverpool gegn Sunderland | Sjáđu mörkin

 
Enski boltinn
17:00 06. FEBRÚAR 2016
Defoe fagnar jöfnunarmarki sínu.
Defoe fagnar jöfnunarmarki sínu. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Liverpool fór illa að ráði sínu þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Sunderland á Anfield Road í dag.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Jürgen Klopp gat ekki stýrt Liverpool í dag vegna botnlangabólgu. Hans menn glutruðu niður tveggja marka forystu á síðustu átta mínútum leiksins og þurftu því að sjá á eftir tveimur stigum.

Roberto Firmino kom Liverpool yfir eftir klukkutíma leik með skalla eftir frábæra fyrirgjöf James Milner. Þetta var fimmta mark Brasilíumannsins á árinu 2016 en hann hefur verið sjóðheitur að undanförnu.

Firmino var ekki hættur því hann lagði upp seinna mark Liverpool fyrir Adam Lallana á 70. mínútu.

Heimamenn virtust ætla að sigla sigrinum örugglega í höfn en Adam Johnsen hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu á 82. mínútu. Skotið var gott en Simon Mignolet hefði líklega átt að gera betur í marki Liverpool.

Það var svo Jermain Defoe sem tryggði Sunderland stig með fallegu marki mínútu fyrir leikslok.

Liverpool er í 8. sæti deildarinnar með 35 stig en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum.

Sunderland er enn í 19. og næstneðsta sæti deildarinnar, nú með 20 stig.


Liverpool 1-0 Sunderland

Liverpool 2-0 Sunderland

Liverpool 2-1 Sunderland

Liverpool 2-2 Sunderland
  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Klúđur hjá Liverpool gegn Sunderland | Sjáđu mörkin
Fara efst