FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR NÝJAST 19:33

Israel Martin framlengir á Króknum til 2020

SPORT

Klopp varar Guardiola viđ

 
Enski boltinn
08:30 11. JANÚAR 2016
Klopp varar Guardiola viđ
VÍSIR/GETTY

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að fjöldi leikja hjá enskum úrvalsdeildarliðum gæti komið Pep Guardiola á óvart.

Guardiola þjálfar í dag Bayern München en hann tilkynnti á dögunum að hann myndi fara frá félaginu í sumar og hefur hann verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni.

Klopp tók í haust við Liverpool og segir að gríðarlegur fjöldi leikja hafi komið sér á óvart. Hann hafi til dæmis ekki gert sér grein fyrir því að lið sem skilja jöfn í enska bikarnum þurfa að spila aftur.

Né heldur að lið sem eru í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar þurfi að spila heima og að heiman.

„Pep er afar reyndur. Ég er viss um að hann muni kaupa nokkra leikmenn og verða með gott lið - 35 leikmenn eða svo.“

„Fjöldi leikja er stærsti munurinn. Fólk heima í Þýskalandi skilur mig ekki þegar ég segi því frá því hvernig fyrirkomulagið er í bikarnum. Það er framlenging og vítaspyrnukeppni - en bara eftir seinni leikinn.“

Mikill fjöldi leikmanna er nú frá vegna meiðsla hjá Liverpool sem má líklega skrifa á álag. Sjö leikmenn glíma við meiðsli aftan í læri en nú síðast meiddist Jordan Ibe í undanúrslitaleik Liverpool og Stoke í deildabikarnum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Klopp varar Guardiola viđ
Fara efst