Enski boltinn

Klopp um íslensku stuðningsmennina: Aldrei séð þjóð standa svona þétt við bakið á sínu liði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty/vilhelm
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósar íslenskum stuðningsmönnum í nýlegu viðtali sem Gary Lineker.

Talið barst að íslenska landsliðinu og stuðningsmönnum þess þegar Klopp og Lineker ræddu um slakan árangur Englands á EM í Frakklandi.

„England spilaði góðan fótbolta en skoraði ekki nógu mörg mörk. Svo hlógu allir þegar þeir töpuðu leiknum sem þeir áttu ekki að tapa gegn Íslandi. Það var ekki nógu töff,“ sagði Klopp en íslenska liðið sló sem kunnugt er það enska úr leik í 16-liða úrslitunum.

Íslenska liðið fékk frábæran stuðning í Frakklandi og hann vakti athygli víða.

„Ég hef aldrei séð þjóð standa jafn þétt við bakið á sínu liði,“ sagði Klopp um íslensku stuðningsmennina.

„Þú heyrðir bara jákvæðar fréttir frá Íslandi og það vildu allir fara til Frakklands,“ bætti Þjóðverjinn við.

Klopp fer um víðan völl í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×