ŢRIĐJUDAGUR 24. JANÚAR NÝJAST 19:15

Bein útsending: Stefnurćđa forsćtisráđherra og umrćđur um hana

FRÉTTIR

Klopp ţarf líklega ađ skođa miđverđi í janúarglugganum

 
Enski boltinn
11:00 06. JANÚAR 2016
Dejan Lovren liggur eftir meiddur í gćrkvöldi.
Dejan Lovren liggur eftir meiddur í gćrkvöldi. VÍSIR/GETTY

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir 1-0 sigurinn á Stoke í undanúrslitum deildabikarsins í gær að hann mun líklega neyðast til að skoða miðverði á markaðnum í janúar.

Öll miðvarðasveit Liverpool er annað hvort meidd eða tæp en mikið gekk á í leiknum á Brittania-vellinum í gærkvöldi.

Mamadou Sakho gat ekki verið með vegna meiðsla og eftir 34 mínútur þurfti Króatinn Dejan Lovren að fara af velli vegna tognunar aftan í nára.

Liverpool kláraði því leikinn með hinn 34 ára gamla Kolo Touré og miðjumanninn Lucas í miðvarðarstöðunum. Touré fékk svo krampa undir lok leiksins.

Þar sem Martin Skrtel er einnig meiddur stendur Jürgen Klopp uppi miðvarðarlaus fyrir bikarleikinn gegn Exeter um helgina og stórleikinn gegn Arsenal í næstu viku.

Aðspurður eftir leikinn í gær hvort hann ætli að kaupa miðvörð í janúar til að fylla í þessi skörð sagði Klopp: „Á þessari stundu, með enga miðverði heila, er það eitthvað sem maður verður að gera.“

„Fyrir tveimur vikum var ég með þrjá miðverði heila sem var góð staða. Þegar Liverpool hóf tímabilið voru fimm með Joe Gomez. Nú eru enginn miðvörður heill,“ sagði Jürgen Klopp.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Klopp ţarf líklega ađ skođa miđverđi í janúarglugganum
Fara efst