Enski boltinn

Klopp tekur sér pásu frá þjálfun þegar hann yfirgefur Liverpool: „Vil ekki deyja á hliðarlínunni“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jürgen Klopp er alltaf léttur
Jürgen Klopp er alltaf léttur skjáskot
Jurgen Klopp mun ekki yfirgefa Liverpool fyrir annað félag, að minnsta kosti ekki án þess að taka sér eins árs pásu.

Klopp kom til Liverpool á þriggja ára samningi árið 2015 en framlengdi hann árið 2016 og er nú samningsbundinn félaginu til 2022. Sögusagnir orðuðu Klopp við stjórastöðu Bayern München í vetur áður en Niko Kovac var ráðinn til þýska stórveldisins.

Í viðtali við Sky sagðist Klopp hins vegar þurfa að taka sér að minnsta kosti árs pásu frá fótbolta áður en hann fari í annað stjórastarf.

„Það er líklegt að ég endi minn stjóraferil mun fyrr en flestir aðrir stjórar gera. Ég vil ekki deyja á hliðarlínunni,“ sagði Klopp.

„Eftir að starfi mínu hjá Liverpool lýkur mun ég klárlega taka mér pásu. Ég hef ákveðið það með fjölskyldu minni.“

Þjóðverjinn segir það áætlun hans að vera út samningstíma sinn hjá Liverpool og að það verði erfitt að lokka hann frá Anfield, jafnvel þó félög á stærðargráðu Bayern banki upp á.

„Ég er ekki með neina riftunarklásúlu í samningnum mínum. Jafnvel þótt Bayern hefði haft áhuga þá hefði það orðið mjög flókið að fara þangað,“ sagði Klopp sem neitar því að Bayern hafi haft samband við sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×