Enski boltinn

Klopp segist aldrei hafa rætt við Bayern Munchen

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Klopp á blaðamannafundinum á Anfield.
Klopp á blaðamannafundinum á Anfield. Vísir/getty
Jurgen Klopp sem tók við taumunum sem knattspyrnustjóri Liverpool á dögunum, segist aldrei hafa rætt við forráðamenn Bayern Munchen um að taka við félaginu af Pep Guardiola.

Klopp hefur áður stýrt liðum Dortmund og Mainz í þýsku úrvalsdeildinni en þýskir miðlar voru duglegir að greina frá því að hann væri líklegur til að taka við af Pep Guardiola, núverandi knattspyrnustjóra Bayern Munchen, að samningi hans loknum.

Klopp tók fyrir allt slíkt í samtali við þýska sjónvarpið í gær en hann sagðist aðeins hafa rætt við Liverpool.

„Ég veit ekki hvaðan þessar sögur komu. Bayern er frábært félag en ég get greint frá því að ég talaði aldrei við forráðamenn liðsins. Ég vildi ekki taka við hverju sem er þrátt fyrir að hafa fengið fjölbreytileg tilboð en Liverpool var eina félagið sem ég talaði við.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×