Enski boltinn

Klopp ósáttur: Áttum skilið að tapa þessum leik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Klopp var þungt hugsi á meðan leiknum stóð.
Klopp var þungt hugsi á meðan leiknum stóð. Vísir/getty
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ósáttur með spilamennsku Liverpool í 0-2 tapi gegn West Ham í dag en leikmönnum Liverpool tókst ekki að fylgja eftir tveimur sigurleikjum í röð.

Sjá einnig: Carroll innsiglaði sigurinn gegn Liverpool | Sjáðu mörkin

Eftir 0-3 skell gegn Watford voru lærisveinar Klopp búnir að vinna tvo leiki í röð 1-0 og gátu með sigri í dag komist upp í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um tíma.

Leikmenn Liverpool náðu sér hinsvegar aldrei á strik í leiknum í dag og þrátt fyrir að hafa verið mun minna með boltann í leiknum var ekki hægt að segja annað en að sigur Hamranna hafi verið verðskuldaður.

„Ég er verulega óánægður með spilamennskuna í dag. Við getum gert mun betur, þegar við spiluðum okkar leik þá fengum við færin en við áttum skilið að tapa þessum leik. Við vorum mun meira með boltann í leiknum og áttum að skapa okkur fleiri færi en okkur tókst það ekki.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×