Enski boltinn

Klopp: Leyfist mér að segja að mér líki við Ferguson? | Sjáðu blaðamannafundinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fyrsta spurningin sem Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, fékk á blaðamannafundi sínum fyrir leik liðsins gegn Crystal Palace á morgun var um Alex Ferguson.

Ferguson sagði nýverið að Klopp hefði haft þau áhrif á Liverpool að liðið væri nú í hópi þeirra sem eiga góðan möguleika á að vinna enska meistaratitilinn - þann fyrsta síðan 1990.

Ferguson var sem kunnugt er stjóri Manchester United, erkifjenda Liverpool, í meira en aldarfjórðung og hafði það eitt af aðalmarkmiðum sínum að velta Liverpool úr sessi.

Sjá einnig: Sir Alex: Liverpool mjög líklegt til að vinna titilinn

„Leyfist mér að segja að mér líki vel við Alex Ferguson,“ sagði Klopp í léttum tón á blaðamannafundinum í dag.

„Ég þekkti hann áður en ég tók við þessu starfi og hann er indæl manneskja. Hann gerði það sem hann þurfti að gera fyrir Manchester sem var vitanlega slæmt fyrir Liverpool.“

„Það er þó betra að hann sé að tala vel um Liverpool fremur en illa en þetta hefur þó ekki mikla þýðingu. Þetta truflar okkur ekki né hjálpar okkur.“

Blaðamannafund Klopp má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×