Fótbolti

Klopp kveður: "Vil halda partí í Dortmund næsta sunnudag"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp þakkar fyrir sig.
Klopp þakkar fyrir sig. vísir/getty
Jürgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, stýrði sínum síðasta deildarleik fyrir Dortmund í gær þegar Dortmund vann 3-2 sigur á Werder Bremen í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Klopp hefur ákveðið að róa á ný mið, en hann hefur þjálfað Dortmund frá 2008. Áður þjálfaði hann Mainz í sjö ár, frá 2001-2008.

„Ég er ekki að gera þetta í beinni því vonandi lærir þú af þínum af mistökum, svo mér fannst ég ekki vilja gera það eins og ég gerði í Mainz fyrir nokkrum árum,"

„Þá grét ég svo mikið að mér varð á og enginn skildi hvað ég var að reyna segja. Engu að síður, var þetta mikilvægt fyrir mig að fá tækifæri til þess að segja bless með öllum ykkar og til ykkar allra."

„Ég hef notið hverrar einustu sekúndu hérna, ekki bara hérna á vellinum heldur með ykkur öllum og ég vil þakka ykkur frá mínum innstu hjartarótum."

„Trúiði mér. Þið getið verið stolt af fólkinu sem vinnur við klúbbinn því þau eru öll einnig stuðningsmenn Dortmund. Ég veit ekki til þess að það sé svoleiðis annarstaðar einnig, en það er þannig hér."

Tímabilinu er þó ekki lokið hjá Dortmund því næsta laugardag spilar liðið úrslitaleik við Wolfsburg um þýska bikarinn. Klopp vonast til halda gott partí í Dortmund næsta sunnudag og fagna bikarnum með stuðningsmönnumm.

„Við eigum þó verkefni eftir því næstu helgi spilum við bikarúrslitaleik og ég myndi elska að halda partí hérna í miðbænum næsta sunnudag. Það væri frábært að enda á þannig hátt," sagði Klopp sem kvaddi að lokum:

„Þetta hefur verið mikil skemmtun hérna og miklar þakkir fyrir allt. Við munum hittast á ný, það er klárt mál. Ykkar, Kloppo."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×