Enski boltinn

Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það sé ekkert mikilvægara fyrir unga leikmenn en að huga að því að þeir þroskist sem knattspyrnumenn. Það gæti því verið hættulegt fyrir þá að skipta um félag of snemma á ferlinum.

Jerome Sinclair, nítján ára leikmaður sem er á mála hjá Liverpool, hefur samkvæmt heimildum enskra miðla ákveðið að fara frá liðinu og hefur hann verið orðaður við Watford.

Sinclair er yngsti leikmaður Liverpool frá upphafi en hann var nýorðinn sextán ára þegar hann kom inn á sem varamaður í leik gegn West Brom.

„Hvað get ég sagt? Að fá raunverulega menntun skiptir meira máli en að fá stærsta launatékka ferilsins strax á fyrsta árinu þínu,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag.

„Ég veit í raun ekki mikið um málið. Mér líkar vel við Jerome. Hann er hæfileikaríkur leikmaður. Það væri ekkert vandamál fyrir hann að vera áfram hjá okkur. Ef ekki, þá getum við lítið gert í því.“

„Ég veit lítið um hans ákvörðun en það sem mikilvægast er að við séum með unga leikmenn sem vilja læra. Ef okkur tekst að búa til þær aðstæður þar sem þeim finnst að þeir séu á réttum stað til þess þá er allt í góðu lagi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×