Enski boltinn

Klopp hrósar Firmino í hástert

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp, Firmino og Benteke.
Klopp, Firmino og Benteke. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hrósar Roberto Firmino, Brasilíumanninum í framlínu Liverpol, í hástert eftir að Firmino lék á alls oddi í 4-1 sigri Liverpool á Manchester City um síðustu helgi.

Klopp segir að Firmino sé að aðlagast betur og betur enska boltanum og það sé mikið stökk að fara frá Hoffenheim yfir í eins stórt lið og Liverpool er.

„Firmino er fullkominn sóknarþenkjandi leikmaður. Hann getur spilað allar stöðurnar framarlega á vellinum. Það tók hann tíma að venjast eftir að hann kom frá Hoffenheim - litlu þróunarliði í Þýskalandi - til Liverpool," sagði Klopp og bætti við:

„Þetta er mikill munur og hann þarf að aðlagast í þessar nýju aðstæður, þessa nýju pressu. Ég þekki hann vel frá Þýskalandi svo hann þarf ekki að sýna sig sérstaklega fyrir mig því ég veit allt um hann og hans gæði. Hann er flottur strákur og enskan hans er að verða betri."

Eins og fyrr segir, vann Liverpool frábæran sigur um síðustu helgi gegn Manchester City, en lokatölur urðu 4-1.

„City var ekki í sínu besta standi eða sínu besta leikskipulagi, en allir vita að þú þarft heppni til að sigra eins stórt lið og City er."

„Við tókum áhættur á réttum tímapunktum og þetta gekk vel upp. Við vitum að City spilar framarlega með vörn sína og við vissum að við þyrftum að komast á bakvið vörn þeirra," sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×