Enski boltinn

Klopp ætlar að ná í 17 ára Bandaríkjamann frá Dortmund

Stefán Árni Pálsson skrifar
Christian Pulisic í leik með Dortmund.
Christian Pulisic í leik með Dortmund. vísir/getty
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur boðið 11 milljónir punda í Christian Pulisic frá Borussia Dortmund en Klopp var áður stjóri þýska liðsins.

Pulisic er aðeins 17 ára og skoraði hann tvö mörk í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann er Bandaríkjamaður og er talinn vera gríðarlegt efni.

Klopp ætlar að gera allt til að klófesta leikmanninn áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 31. ágúst.

Í vikunni varð Pulisic yngsti leikmaðurinn í sögu Bandaríkjamanna til að koma við sögu í leik í undankeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×