Enski boltinn

Klopp: Við erum allir að spila upp á framtíð okkar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp veit að hann getur ekki tapað endalaust.
Jürgen Klopp veit að hann getur ekki tapað endalaust. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að staðan er að verða alvarleg hjá liðinu eftir tapið gegn Leicester í gærkvöldi og bæði hann og leikmennirnir eru nú að spila upp á framtíð sína hjá félaginu.

Liverpool hefur spilað skelfilega á nýju ári. Liðið er aðeins búið að vinna einn leik í deildinni en falla úr báðum bikarkeppnunum á Englandi og er nú í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti eftir að vera í baráttu um sjálfan Englandsmeistaratitilinn framan af leiktíð.

Sjá einnig:Carragher: Liverpool ömurlegt og fær á sig 50 mörk með þessu áframhaldi

Í heildina er Liverpool aðeins búið að vinna tvo af tólf leikjum sínum á árinu en hinn sigurinn var á móti smáliði Plymouth í þriðju umferð enska bikarsins. Liðið er nú fjórtán stigum á eftir Chelsea í deildinni.

„Staðan er orðin alvarlea. Við erum allir að spila upp á framtíð okkar og þar er ég meðtalinn. Við erum dæmdir á hverjum degi, sérstaklega á leikdag,“ sagði Klopp eftir tapið gegn Leicester í gærkvöldi.

„Auðvitað hefur frammistaða okkar áhrif á þessa hluti. Ég tel leikmennina ekki jafnslaka og úrslitin hafa verið undanfarið en þeir þurfa mína hjálp til að sýna meira en þeir hafa verið að gera undanfarnar vikur.“

„Ég finn fyrir mestri ábyrgð því ábyrðgin er mín. Ég vona bara að ég noti orðið við nógu mikið en ekki þeir því ég á stóran hlut í máli,“ sagði Jürgen Klopp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×