Fótbolti

Klopp: Reynsla skiptir ekki öllu máli

Einar Sigurvinsson skrifar
Jürgen Klopp er alltaf léttur.
Jürgen Klopp er alltaf léttur. skjáskot
„Real Madrid er reynslumeira lið en við. Reynsla er mikilvæg en hún skiptir ekki öllu máli. Þú getur bætt upp fyrir hana með vilja, hugarfari og vinnusemi, og þess vegna elska ég fótbolta,“ segir Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Liverpool mætir Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. Real Madrid hefur unnið unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár, en þeim heiðri hefur enginn núverandi Liverpool orðið aðnjótandi.

„Við munum leggja okkur fram við það að sýna strákunum hversu mikilvægt það er að vera hugrakkir. Það var ekki auðvelt að vera hugrakkir á móti Manchester City, það var ekki auðvelt að vera hugrakkir á móti Roma. En strákarnir gátu það,“ segir Klopp.

Þá sagði Klopp að möguleiki væri á því að Emre Can myndi spila leikinn um helgina. Can hefur verið fjarverandi vegna bakmeiðsla síðustu tvo mánuði. Fyrir utan Can er ljóst að Liverpool er án Joe Gomez, Alex Oxlade-Chamberlain og Joel Matip, sem eru allir frá vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×