Enski boltinn

Klopp: Margt verra til í heiminum en stig á móti United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var svona þokkalega sáttur við stigið gegn Man. Utd í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Við spiluðum ekki eins vel og við getum gert. Við byrjuðum leikinn svona allt í lagi en við misstum hugrekkið er þeir vörðust vel. Biðum ekki eftir réttu sendingunni,“ sagði Klopp.

„Þeir sköpuðu ekki neitt. Kannski tvö færi í seinni hálfleik og De Gea varði frábærlega tvisvar eða þrisvar. Þetta var ekki okkar besti leikur en í fyrsta sinn sem við höldum hreinu svo frábært.“

Þýski stjórinn kvartaði yfir því að strákarnir hans hefðu ekki verið nógu yfirvegaðir.

„Við vorum ekki nógu rólegir. Það er þeirra stíll og við verðum að bera virðingu fyrir því en að sama skapi verður að vera ró hjá okkur líka.

„Við viljum ekki spila þannig en við sættum okkur við stig. Það er margt verra til í heiminum en stig á móti United.“


Tengdar fréttir

Henderson: Við erum pirraðir

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekkert allt of sáttur við markalausa jafnteflið gegn Man. Utd í kvöld.

Markalaust á Anfield

Liverpool og Man. Utd buðu ekki til neinnar markaveislu á Anfield í kvöld. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×