Enski boltinn

Klopp: Léleg frammistaða ekki breytingum að kenna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp vísir/getty
Jurgen Klopp segir örar breytingar sínar á leikmannahóp Liverpool ekki vera ástæðuna að baki lélegs árangurs í síðustu leikjum.

Liverpool hefur gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Everton og West Brom.

Hann gerði 12 breytingar á liði sínu í þessum tveimur leikjum og hefur því gert yfir 60 breytingar það sem af er tímabilinu.









„Við gerðum tvö jafntefli á heimavelli. Gagnrýnin er eðlileg, en þetta voru tveir gjörólíkir leikir,“ sagði Klopp.

„Leikurinn við Everton var mjög góður og við spiluðum vel. Þetta var einn besti grannaslagurinn síðan ég kom hingað, en hann endaði ekki rétt. Við vorum óheppnir. En á móti West Brom áttum við ekki skilið neina lukku. Við spiluðum ekki vel.“

„Tímasetningar voru rangar, sendingarnar ekki upp á sitt besta og flæðið var ekki nógu gott. Ég held ekki að breytingar hafi haft neitt með það að gera,“ sagði Jurgen Klopp.

Liverpool mætir Bournemouth á sunnudaginn og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30.


Tengdar fréttir

Messan: Klopp breytir byrjunarliðinu langmest

Rótering Jurgen Klopp á mannskap Liverpool hefur verið mikið í umræðunni eftir jafntefli liðsins gegn Everton í gær. Klopp gerði sex breytingar á byrjunarliðinu fyrir grannaslaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×