Enski boltinn

Klopp: Fullkomið ef Sturridge heldur heilsu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Sturridge hefur skorað mikið í deildabikarnum í vetur.
Daniel Sturridge hefur skorað mikið í deildabikarnum í vetur. vísir/getty
Daniel Sturridge hefur þurft að glíma við tíð meiðsli síðustu misseri og misst af þeim sökum af fjölda leikja Liverpool.

Þessi stórhættulegi sóknarmaður hefur þurft að vera þó nokkuð á bekknum á fyrri hluta tímabilsins, bæði vegna meiðsla auk þess sem að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur valið að nota aðra leikmenn.

Nú er Sadio Mane hins vegar farinn í bili vegna Afríkukeppninnar og er fastlega reiknað með því að Sturridge spili þegar Liverpool leikur gegn Southampton í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld.

Klopp sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn að Sturridge gæti fengið stærra hlutverk á síðari hluta tímabilsins ef hann heldur heilsu.

Sjá einnig: Sturridge ósáttur: Ég skora og gef stoðsendingar

„Það deilir enginn um gæði hans sem leikmaður. Ef hann heldur sér í formi og heldur áfram að bæta sig sem leikmaður, þá væri það fullkomið,“ sagði Klopp.

„Það væru fullkomnar fréttir fyrir hann og fyrir okkur. Það væri frábært ef við gætum talað áfram á þessum nótum eftir nokkrar vikur og mánuði.“

Liverpool mætir Manchester United á Old Trafford á sunnudag og sagði Klopp að Philippe Coutinho væri á góðri leið með að komast aftur af stað eftir sjö vikna fjarveru vegna meiðsla.


Tengdar fréttir

Klopp: Daniel Sturridge fer ekki frá Liverpool

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það ekki koma til greina að selja sóknarmanninn Daniel Sturridge en Sturridge hefur gengið illa að vinna sér sæti í Liverpool-liðinu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×