Klopp: Erfitt ađ leita ađ gleraugum án gleraugna

 
Enski boltinn
16:13 23. JANÚAR 2016
Klopp gleraugnalaus eftir leik.
Klopp gleraugnalaus eftir leik. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, dró hvergi af sér í fagnaðarlátunum eftir að Adam Lallana skoraði sigurmark Rauða hersins á 5. mínútu uppbótartíma gegn Norwich á Carrow Road í dag. Lokatölur urðu 4-5 en leikurinn var taumlaus skemmtun.

Liverpool-menn fögnuðu að vonum vel og innilega og í fagnaðarlátunum týndi Klopp gleraugunum sínum.

„Ég er venjulega með önnur gleraugu með mér en ég finn þau ekki. Það er erfitt að leita að gleraugum án gleraugna,“ sagði Þjóðverjinn eftir leik.

„Þetta var spennandi allt til loka og gott betur. Við vorum komnir með sigurinn eftir 90 mínútur, það var jafnt eftir 92 mínútur og svo unnum við á endanum.

„Við spiluðum mjög vel í um 70 mínútur. Við byrjuðum vel en síðan fengum við á okkur mörk. Það er ekki gott að fá á sig fjögur mörk í einum leik,“ sagði Klopp en Liverpool komst með sigrinum upp í 7. sæti úrvalsdeildarinnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Klopp: Erfitt ađ leita ađ gleraugum án gleraugna
Fara efst