Enski boltinn

Klopp: Enginn myndi fara á miðju tímabili

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur gagnrýnt Arsene Wenger og Arsenal fyrir það að leyfa þeirra stærstu stjörnu að yfirgefa liðið til þess að ganga til liðs við eina af þeirra stærstu keppinautum.

Jurgen Klopp er auðvitað að tala um sölu Arsenal á Alexis Sanchez til Manchester United en hann telur það einnig fáránlegt að selja hann á miðju tímabili.

Klopp segir að það væri ekki möguleiki á því að hann leyfði stórstjörnu að ganga til liðs við keppinaut á miðju tímabili.

„Enginn í þessu Liverpool liði myndi fara, og ekki bara vegna þess að við segjum það heldur einnig vegna þess að þeir vilja ekki fara.“

„Enginn myndi fara til úrvalsdeildarliðs á miðju tímabili. Ég held það ekki bara, ég veit það, það væri ómögulegt.“

Liverpool fer í heimsókn til Swansea í ensku úrvalsdeildinni á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×