Enski boltinn

Klopp: Ef allt væri fullkomið færum við bara til útlanda í hverri viku

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Liverpool er í flottum málum eftir níu umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í þriðja sæti með 20 stig eins og Arsenal og Manchester City sem eru fyrir ofan lærisveina Jürgens Klopps á markatölu.

Liverpool hefur ekki tapað í deildinni síðan það lá óvænt í valnum gegn Burnley í annarri umferðinni, en eftir markalaust jafntefli á mánudaginn í síðustu viku gegn Manhcester United vann Liverpool 2-1 sigur á WBA um helgina.

„Ekkert sem við höfum gert hingað til er búið að vera 100 prósent. Það er margt sem við getum gert betur,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Tottenham í deildabikarnum sem verður á miðvikudagskvöldið.

„Ef allt væri fullkomið færum við bara til útlanda í hverri viku og hittumst síðan á laugardögum til að spila leikina.“

„Fyrri hálfleikurinn gegn Swansea var alveg úr takti hjá okkur. Þetta er ekki eins og að hjóla, maður getur alveg gleymt því hvernig á að spila vel. Við þurfum að halda okkur í þessu kapphlaupi og verða betri,“ sagði Jürgen Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×