Enski boltinn

Klopp: Daniel Sturridge fer ekki frá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge. Vísir/Getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það ekki koma til greina að selja sóknarmanninn Daniel Sturridge en Sturridge hefur gengið illa að vinna sér sæti í Liverpool-liðinu í vetur.

Sturridge verður ekki með Liverpool á móti Bournemouth um helgina þar sem hann er meiddur. Sturridge er að glíma við kálfameiðsli sem komu í veg fyrir að hann spilaði síðustu tvo leiki á móti Sunderland og Leeds.

Hinn 27 ára gamli framherji hefur enn ekki náða að skora fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í fimm af þrettán leikjum.

„Það fyndna er að þið búið til sögur sem eru ekki sannar og spyrjið mig síðan út í þessar fölsku sögur,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Bournemouth.  Sky Sports segir frá.

„Við erum ekki að fara selja neinn úr aðalliðinu. Það væri ekkert vit í því,“ sagði Jürgen Klopp og bætti við:

„Því miður er Daniel ekki að æfa með okkur. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af en ekki af einhverjum orðrómi um hugsanleg félagsskipti. Ég er tilbúinn fyrir janúar. Ég er viss um að þið spyrjið mig fyndnar spurningar þá,“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×