ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 11:45

Verksmiđja United Silicon sú eina sem liggur undir grun

FRÉTTIR

Klopp: Bikarinn ekki tekinn nógu alvarlega á Englandi

 
Enski boltinn
10:30 08. JANÚAR 2016
Jürgen Klopp er mikill bikar-mađur.
Jürgen Klopp er mikill bikar-mađur. VÍSIR/GETTY

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, finnst Englendingar ekki taka bikarkeppnina alveg nógu alvarlega en sjálfur segir hann bikarinn mjög stóra keppni.

Klopp varð ekki bara Þýskalandsmeistari með Dortmund 2011 og 2012 heldur vann hann tvennuna; deild og bikar, seinna árið.

„Ég held þið vitið ekki alveg nóg um mikilvægi þýska bikarsins því það er virkilega stór keppni í Þýskalandi,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Exeter í þriðju umferð bikarsins.

„Þegar ég kom til Englands sögðu allir að ég væri fyrrverandi Þýskalandsmeistari en enginn talaði um tvennuna sem ég vann árið 2012.“

„Sama gildir um Arsenal sem er búið að vinna bikarinn undanfarin tvö ár. Enginn talar um það heldur bara hversu mörg ár eru síðan liðið vann ensku úrvalsdeildina. Enski bikarinn er svo sannarlega stór keppni,“ sagði Klopp.

Þjóðverjinn gæti þurft að gefa nokkrum ungum leikmönnum tækifæri á móti Exeter í kvöld en hann er með ellefu leikmenn meidda.

„Ég sagði fyrir nokkrum vikum að smá heppni þyrfti til. Við höfum ekkert verið neitt sérstaklega heppnir með meiðsli. Við munum bara skoða stöðuna fyrir leikinn gegn Exeter,“ sagði Jürgen Klopp.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Klopp: Bikarinn ekki tekinn nógu alvarlega á Englandi
Fara efst