LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR NÝJAST 07:00

Kom ríkissaksóknara ekki á óvart

FRÉTTIR

Klopp: Áttum ţetta skiliđ

 
Enski boltinn
22:52 26. JANÚAR 2016
Klopp fagnar međ Jon Flanagan eftir leikinn í kvöld.
Klopp fagnar međ Jon Flanagan eftir leikinn í kvöld. VÍSIR/GETTY

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna á Stoke í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld.

Liverpool vann eftir vítaspyrnukeppni og mætir annað hvort Everton eða Manchester City í úrslitaleiknum sem fer fram á Wembley-leikvanginum þann 28. febrúar.

„Þetta var frábært. Stemningin var einstök. Þetta var góður leikur fyrir mitt lið en við vorum að spila gegn sterku liði,“ sagði Klopp en Stoke skoraði eina mark leiksins í kvöld á Anfield. Liverpool vann fyrri leikinn, 1-0, og því þurfti að framlengja í kvöld.

„Stoke breytti sínum leikstíl í kvöld. Þetta var frá Butland beint á Crouch og það var erfitt að verjast því. Við lentum í smá vandræðum en þeir náðu ekki að skapa sér mikið,“ sagði Klopp sem var svo taugaóstyrkur að hann þorði ekki að horfa á vítaspyrnukeppnina í kvöld.

Marko Arnautovic skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks en endursýningar í sjónvarpi sýndu að hann var líklega rangstæður.

„Hann var rangstæður þegar hann skoraði en heppnin var á okkar bandi í vítaspyrnukeppninni. Við áttum þetta skilið þegar allar 120 mínúturnar eru skoðaðar,“ sagði Klopp sem fór með Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley vorið 2013.

„Það er afar svalt að spila fótbolta á Wembley. En þangað ætlum við til að vinna. Það er ekki gaman að tapa.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Klopp: Áttum ţetta skiliđ
Fara efst