Klóna Snapchat í fjórđa skipti

 
Viđskipti erlent
07:00 16. MARS 2017
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. VÍSIR/GETTY

Facebook hefur hermt eftir My Story-fídus Snapchat í fjórða skipti. Í gær uppfærðist snjallsímaforrit fyrirtækisins víða í heiminum og bættist við fídus efst í glugga forritsins sem nefnist Facebook Stories. Þar birtast myndir og myndskeið notenda sem eyðast eftir sólarhring, líkt og gerist á Snapchat.

Býður Facebook því upp á þetta í fjórum stærstu samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Í síðustu viku var sams konar viðbót bætt við skilaboðaforritið Messenger er nefnist Mess­enger Day, í febrúar bættist við skilaboðaforritið WhatsApp og á síðasta ári mátti finna hann á ljósmyndaforritinu Instagram.

Blaðamaður TechCrunch var harðorður í garð Facebook á dögunum þegar Messenger Day viðbótin fór í loftið. Sagði hann Facebook hafa gengið of langt í að herma eftir Snapchat.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti erlent / Klóna Snapchat í fjórđa skipti
Fara efst