Erlent

Klitsko tók við Eurovision-keflinu

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Íslenska Eurovision-lagið stígur á hið stóra svið Eurovision þann 9. maí, á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar en það síðara fer fram tveimur dögum síðar. Úrslitakvöldið fer svo fram 13. maí. Dregið var í riðla við hátíðlega athöfn í Kænugarði í gær en þar tók núverandi borgarstjóri borgarinnar og formaður borgarráðs, Vitaly Klitsko, við Eurovision-lyklunum af formanni borgarráðs Stokkhólms. Flestir tengja þó Klitsko við box en hann er fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt.

Tólf lög keppa um að verða fulltrúi Íslands í Kænugarði en rúmlega 200 lög bárust í keppnina. Undan­úrslitin fara fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars en úrslitakvöldið verður í Laugardalshöll þann 11. mars.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×