Erlent

Klemmdust á milli vagna rússíbanans

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá björgunaraðgerðum á slysstað
Frá björgunaraðgerðum á slysstað MYND/WEST MIDLAND AMBULANCE SERVICE
Fjórir slösuðust er tveir vagnar í rússíbana skullu saman í vesturhluta Englands í dag.

Slysið átt sér stað í skemmtigarðinum Alton Towers í Staffordskíri um fimmtán kílómetrum sunnan af borginni Stoke-on-Trent.

Alls voru um 16 manns í vögnunum þegar þeir skullu saman á um áttatíu kílómetra hraða á klukkustund. Fjórir sködduðst illa á fótum við áreksturinn er fætur þeirra klemmdust á milli vagnanna.

Hinir slösuðu voru á aldrinum sextán til tuttugu ára og voru þau flutt á nærliggjandi sjúkrahús eftir að sjúkraflutningamönnum tókst að losa þau af slysstað. Þau eru ekki talin vera í lífshættu.

Nákvæmar ástæður slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Grunur liggur á að gleymst hafi að fjarlægja tóman vagn af teinunum áður en sá mannaði var ræstur af stað með fyrrgreindum afleiðingum.

Garðurinn verður lokaður meðan á rannsókn málsins stendur.

Hér að neðan má sjá myndband úr rússíbananum The Smiler þar sem slysið átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×