Körfubolti

Klaufabárðurinn McGee fékk síðasta sætið í leikmannahópi meistaraefnanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
McGee í æfingaleik gegn Los Angeles Lakers á dögunum.
McGee í æfingaleik gegn Los Angeles Lakers á dögunum. vísir/getty
Hinn seinheppni JaVale McGee fékk fimmtánda og síðasta sætið í leikmannahópi Golden State Warriors.

Þessi 28 ára gamli miðherji hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár en fær nú tækifæri í því sem flestir telja besta lið NBA-deildarinnar.

McGee æfði með Golden State og stóð sig nógu vel í æfingaleikjum til að fá sæti í 15 manna leikmannahópi liðsins.

McGee, sem er 2,18 metrar á hæð, er mikill íþróttamaður og býr yfir miklum stökkkrafti.

Hann þykir hins vegar ekki vera skarpasti hnífurinn í skúffunni og er reglulegur spotspónn Shaquille O'Neal í þættinum Inside the NBA á TNT sjónvarpsstöðinni.

McGee var á mála hjá Dallas Mavericks á síðasta tímabili en hann hefur einnig leikið með Washington Wizards, Denver Nuggets og Philadelphia 76ers á ferli sínum í NBA.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×