Lífið

Klassískur trúboði, kanadíski hundurinn og ... þyrlan!?

Nilli heldur áfram að herja á framhaldsskóla landsins með óhefðbundnu spurningakeppnina sína, Hvert í ósköpunum er svarið?

„Að þessu sinni mætast tveir landsbyggðarskólar, Borgarholtsskóli og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum,“ segir Nilli.

Nilli fer á kostum eins og áður í þættinum, baunar út rugluðum spurningum og á í mestu vandræðum með að halda utan um stigagjöfina.

Hann tekur einnig til hendinni í skólunum og aðstoðar meðal annars ræstingatækna í Borgó við að ryksuga skólann.

Hápunkturinn á þættinum er þó eflaust þegar Nilli kemst að því að Vestmannaeyingar vita ekki að þátturinn hans er, auk þess að vera sýndur hér á Vísi, sýndur á sjónvarpsstöðinni Bravó. Við það móðgast Nilli ógurlega.

Í liði Borgarholtsskóla eru þau Bryndís Inga Draupnisdóttir, Eva Hrund Sigurjónsdóttir og Steindór Gestur Guðmundarson Waage.

Í liði Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum eru þau Svanhildur Eiríksdóttir, Ólafur Freyr Ólafsson og Þórður.

Þetta er næstsíðasti þáttur í 16 liða úrslitum. Á föstudag kemur síðasti þáttur í þessarri lotu keppninnar á Vísi en í honum mætast Fjölbrautarskóli Suðurlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×