Erlent

Kláruðu ferð yfir Kyrrahaf í loftbelg

Atli Ísleifsson skrifar
Ferðin tók sex daga, sextán klukkustundir og 37 mínútur.
Ferðin tók sex daga, sextán klukkustundir og 37 mínútur. Mynd/Two Eagles
Loftbelgurinn Two Eagles lenti fyrr í dag undan strönd Baja í Mexíkó. Með ferð sinni hafa flugmennirnir nú slegið tvö heimsmet, annars vegar tíma í lofti og hins vegar þá vegalengd sem loftbelgnum var flogið.

Helíumloftbelgnum var flogið frá Japan til Mexíkó, en upphaflega stóð til að lenda honum í Kanada.

Á heimasíðu Two Eagles segir að flugmennirnir hafi lent belgnum í hægum vindi undan strönd Mexíkó. Unnið er að því að sækja mennina.

Að sögn er loftbelgurinn enn uppblásinn og flugmennirnir, þeir Troy Bradley frá Bandaríkjunum og Leonid Tiukhtyaevof frá Rússlandi, í góðu ásigkomulagi.

Ferðin tók sex daga, sextán klukkustundir og 37 mínútur og var loftbelgnum flogið heila 10.696 kílómetra.

Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×