Innlent

Klakinn sigraði Stíl

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sigurvegarnir Guðrún Ísabella Kjartansdóttir, Valdís Arnaldardóttir og Sóley Björk Þorsteinsdóttir taka á móti verðlaununum.
Sigurvegarnir Guðrún Ísabella Kjartansdóttir, Valdís Arnaldardóttir og Sóley Björk Þorsteinsdóttir taka á móti verðlaununum. mynd/Sjöfn Ólafsdóttir

Stíll, hár-, förðunar- og fatahönnunarkeppni Samfés, fór fram í Hörpu í dag en þetta var í fimmtánda sinn sem keppnin er haldin. Rúmlega 200 unglingar í fjörutíu liðum tóku þátt í keppninni en það voru krakkar úr félagsmiðstöðinni Klakanum í Garðabæ sem báru sigur úr bítum.

Félagsmiðstöðin 105 lenti í öðru sæti og í því þriðja lenti Garðalundur sem fékk einnig verðlaun fyrir bestu förðunina. Félagsmiðstöðin Vitinn fékk verðlaun fyrir bestu fantasíuförðunina, Fókus var verðlaunuð fyrir bestu hönnunarmöppuna og Þrykkjan fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir efnilega framsetningu.

Öll vinna keppenda við módel fer fram á staðnum en allur sýnilegur klæðnaður er hannaður af hópnum fyrirfram og flestar félagsmiðstöðvar búnar að halda undankeppni til þess að velja sitt framlag. Hver hópur skilar einnig möppu sem sýnir vinnuferlið frá hugmynd að lokaafurð sem er studd teikningum og ljósmyndum af flík, hári og förðun og útskýrir hugmyndina á bakvið hönnunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×