FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 07:00

Tveggja ára settur út í frostiđ á sokkaleistum

FRÉTTIR

Kjúklingapasta međ mozzarella og sólţurrkuđum tómötum

 
Matur
15:00 03. ÁGÚST 2015
Kjúklingapasta međ mozzarella og sólţurrkuđum tómötum
skrifar

Berglind Guðmundsdóttir hefur slegið í gegn með matarbloggi sínu Gulur, rauður, grænn og salt. Hún gefur lesendum Matarvísis hér uppskrift af girnilegu kjúklingapasta.

Kjúklingapasta með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum

3 hvítlauksrif, pressuð
1 krukka sólþurrkaðir tómatar
500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
salt
paprikuduft
240 ml matreiðslurjómi
110 g rifinn mozzarellaostur
250 g pasta, t.d. penne pasta
1 msk þurrkað basil
¼ tsk rauðar piparflögur
sjávarsalt

Eldið pastað skv. leiðbeiningum og þegar það er tilbúið geymið 120-ml af pastavatninu þar til síðar. Takið sólþurrkuðu tómatana úr olíunni og steikið á pönnu ásamt hvítlauknum í um 1 mínútu. Takið af pönnunni. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita kryddið með paprikukryddi og salti og steikið á pönnunni. Skerið sólþurrkuðu tómatana í litla bita og bætið þeim saman við kjúklinginn.
Setjið rjómann og mozzarellaostinn saman við og hitið að suðu. Lækkið þá hitann og hrærið stöðugt í eða þar til osturinn hefur bráðnað. Þynnið sósuna með því að bæta pastavatninu saman við.
Bætið pasta út á pönnunna og kryddið með basil, chilíflögum og saltið að eigin smekk. Berið fram með salati og góðu brauði.
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Matarv.

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Matur / Kjúklingapasta međ mozzarella og sólţurrkuđum tómötum
Fara efst