Erlent

Kjósendahóparnir verða æ ólíkari í Bandaríkjunum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Kjósendur Demókrata eldast og menntast hraðar en kjósendur Repúblikana.
Kjósendur Demókrata eldast og menntast hraðar en kjósendur Repúblikana. vísir/epa
Breytingar á bandarísku þjóðinni undanfarin ár og áratugi endurspeglast með ólíkum hætti í fylgi stóru stjórnmálaflokkanna tveggja, Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins.

Bandarískt þjóðfélag hefur almennt þróast í þá áttina að meðalaldur hefur hækkað, menntun hefur aukist, trúhneigð hefur minnkað og þjóðerniseinsleitni hefur minnkað.

Samkvæmt nýrri athugun frá Pew Research Center hefur kjósendahópur Demókrataflokksins fylgt þessari þróun hraðar en landsmeðaltalið, en kjósendahópur Repúblikana­flokksins hefur hins vegar dregist aftur úr.

Þannig hafa kjósendur Demókrataflokksins orðið menntaðri hraðar og trúhneigð þeirra hefur minnkað hraðar en landsmeðaltalið, auk þess sem hlutfall hvítra hefur minnkað hraðar.

Kjósendur Repúblikana hafa aftur á móti orðið menntaðri hægar og trúhneigð þeirra hefur minnkað hægar en landsmeðaltalið, auk þess sem hlutfall hvítra hefur minnkað hægar.

Þessu er þó öfugt farið með aldurinn, því kjósendahópur Demókrata hefur elst hægar en landsmeðaltalið á meðan kjósendahópur Repúblikana hefur elst hraðar.

Þetta hefur þó ekki breytt því að enn segjast 48 prósent skráðra kjósenda hneigjast til að kjósa Demókrata og 44 prósent segjast hneigjast til að kjósa Repúblikana. Þessi hlutföll hafa haldist óbreytt síðan 2012.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Johnson fetar þröngan stíg að Hvíta húsinu

Forsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins í Bandaríkjunum mælist með um átta prósenta fylgi. Enginn frambjóðandi utan stóru flokkanna tveggja hefur fengið svo mikið fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×