Viðskipti innlent

Kjósa nýjan stjórnarmann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Sigurðsson hugðist taka sæti í stjórn N1 en dró sig síðar í hlé.
Jón Sigurðsson hugðist taka sæti í stjórn N1 en dró sig síðar í hlé. fréttablaðið/Anton Brink
Boðað hefur verið til hluthafafundar í N1 þann 20. ágúst næstkomandi. Ástæðan er sú að rétt áður en aðalfundur N1 hófst fimmtudaginn 27. mars síðastliðinn dró einn frambjóðenda til aðalstjórnar, Jón Sigurðsson, til baka framboð sitt. Þar sem frestur um framboð til stjórnar var liðinn þegar afturköllun framboðsins barst var ekki hægt að bregðast við hinum breyttu aðstæðum á þeirri stundu.

Stjórn N1 hf. hefur nú ákveðið að boða til hluthafafundar þar sem kjör eins stjórnarmanns í aðalstjórn verður á dagskrá til að tryggja að aðalstjórn verði fullskipuð fram að næsta aðalfundi

Stjórn N1 leggur einnig til þá breytingu á samþykktum félagsins að fellt verði á brott ákvæði um kjör tveggja varastjórnarmanna Ástæðan er að frá síðasta aðalfundi hafa báðir kjörnir varastjórnarmenn sagt af sér. Í stað þess að leggja til kjör nýrra varamanna í stjórn leggur stjórnin til að ákvæðið um varamenn verði fellt niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×